Enski boltinn

Giles Barnes til Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gilles Barnes í leik með Derby.
Gilles Barnes í leik með Derby. Nordic Photos / Getty Images

Fulham hefur fengið miðvallarleikmanninn Giles Barnes að láni frá enska B-deildarfélaginu Derby til loka tímabilsins.

Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í dag þar sem kemur fram að Fulham á einnig möguleika á að kaupa Barnes í lok tímabilsins.

Barnes hefur verið að spila með Derby síðan hann var sautján ára gamall en hann er tvítugur í dag. Á þeim tíma hefur hann komið við sögu í meira en 60 leikjum.

Hann hefur hins vegar átt við meiðsli að stríða á núverandi tímabili og lítið komið við sögu hjá Derby í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×