Van der Sar í sögubækurnar er United vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2009 19:26 Edwin van der Sar bætti enn eitt metið í dag. Nordic Photos / Getty Images Edwin van der Sar hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar eftir að Manchester United vann 1-0 sigur á Everton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Van der Sar, markvörður United, bætti met Steve Death, fyrrum markvarðar Reading, er 73. mínúta leiksins rann upp því þá hafði hann haldið marki United hreinu í 1104 mínútur og þar með bætt met Death. Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Tim Cahill og Marouane Fallaini voru báðir í byrjunarliði Everton en þeir voru tæpir fyrir leikinn. Það voru því engar breytingar gerðar á liðinu sem gerði jafntefli við Arsenal í vikunni. Ein breyting var gerð á liði United sem vann 5-0 sigur á West Brom en Darren Fletcher kom inn fyrir Ryan Giggs sem fór á bekkinn. Það má svo geta þess að þeir Neville-bræður voru báðir fyrirliðar í dag - Gary hjá United og Phil hjá Everton en þeir eru vitanlega fyrrum samherjar hjá United. Faðir þeirra, sem heitir því skemmtilega nafni Neville Neville, er því væntanlega sérstaklega stoltur af drengjunum sínum í dag. United byrjaði betur í leiknum en fyrrum markvörður liðsins, Tim Howard, var vel á verði og hélt stöðunni markalausri lengi vel. Það er að segja þar til að Mikel Arteta var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Michael Carrick rétt innan vítateigslínunnar. Vítaspyrna dæmd og skoraði Ronaldo úr henni með því að skjóta á mitt markið á meðan að Howard stakk sér í hægra hornið. Það var lítið um hættuleg færi í síðari hálfleik en þó var sigur United í raun aldrei í hættu. Death setti metið tímabilið 1978-9 og stóð það óhaggað í ensku deildakeppninni allt þar til í dag. Næst getur van der Sar slegið met Chris Woods sem hélt marki Glasgow Rangers hreinu í 1196 mínútur tímabilið 1986-7 en það er breska metið í þessum efnum. Tengdar fréttir Stoke vann Man City manni færri Stoke gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Manchester City þó svo að Rory Delap hafi fengið að líta rauða spjaldið snemma leiks. 31. janúar 2009 14:48 Allt um leiki dagsins: Þriðja jafntefli Arsenal í röð Arsenal gerði sitt þriðja jafntefli í röð í dag er liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sex leikir hófust klukkan þrjú í ensku úrvalsdeildinni. 31. janúar 2009 15:52 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Edwin van der Sar hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar eftir að Manchester United vann 1-0 sigur á Everton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Van der Sar, markvörður United, bætti met Steve Death, fyrrum markvarðar Reading, er 73. mínúta leiksins rann upp því þá hafði hann haldið marki United hreinu í 1104 mínútur og þar með bætt met Death. Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Tim Cahill og Marouane Fallaini voru báðir í byrjunarliði Everton en þeir voru tæpir fyrir leikinn. Það voru því engar breytingar gerðar á liðinu sem gerði jafntefli við Arsenal í vikunni. Ein breyting var gerð á liði United sem vann 5-0 sigur á West Brom en Darren Fletcher kom inn fyrir Ryan Giggs sem fór á bekkinn. Það má svo geta þess að þeir Neville-bræður voru báðir fyrirliðar í dag - Gary hjá United og Phil hjá Everton en þeir eru vitanlega fyrrum samherjar hjá United. Faðir þeirra, sem heitir því skemmtilega nafni Neville Neville, er því væntanlega sérstaklega stoltur af drengjunum sínum í dag. United byrjaði betur í leiknum en fyrrum markvörður liðsins, Tim Howard, var vel á verði og hélt stöðunni markalausri lengi vel. Það er að segja þar til að Mikel Arteta var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Michael Carrick rétt innan vítateigslínunnar. Vítaspyrna dæmd og skoraði Ronaldo úr henni með því að skjóta á mitt markið á meðan að Howard stakk sér í hægra hornið. Það var lítið um hættuleg færi í síðari hálfleik en þó var sigur United í raun aldrei í hættu. Death setti metið tímabilið 1978-9 og stóð það óhaggað í ensku deildakeppninni allt þar til í dag. Næst getur van der Sar slegið met Chris Woods sem hélt marki Glasgow Rangers hreinu í 1196 mínútur tímabilið 1986-7 en það er breska metið í þessum efnum.
Tengdar fréttir Stoke vann Man City manni færri Stoke gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Manchester City þó svo að Rory Delap hafi fengið að líta rauða spjaldið snemma leiks. 31. janúar 2009 14:48 Allt um leiki dagsins: Þriðja jafntefli Arsenal í röð Arsenal gerði sitt þriðja jafntefli í röð í dag er liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sex leikir hófust klukkan þrjú í ensku úrvalsdeildinni. 31. janúar 2009 15:52 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Stoke vann Man City manni færri Stoke gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Manchester City þó svo að Rory Delap hafi fengið að líta rauða spjaldið snemma leiks. 31. janúar 2009 14:48
Allt um leiki dagsins: Þriðja jafntefli Arsenal í röð Arsenal gerði sitt þriðja jafntefli í röð í dag er liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sex leikir hófust klukkan þrjú í ensku úrvalsdeildinni. 31. janúar 2009 15:52