Enski boltinn

300. úrvalsdeildarleikur Hermanns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í kunnulegum aðstæðum. Hér er hann í baráttu gegn Simon Davies í leiknum gegn Fulham í dag.
Hermann Hreiðarsson í kunnulegum aðstæðum. Hér er hann í baráttu gegn Simon Davies í leiknum gegn Fulham í dag. Nordic Photos / Getty Images

Hermann Hreiðarsson leikur í dag sinn 300. leik í ensku úrvalsdeildinni en hann er með leikjahæstu erlendu leikmönnum deildarinnar frá upphafi.

Hermann er í byrjunarliði Portsmouth sem mætir Fulham á útivelli en staðan í hálfleik er 1-0 fyrir Fulham.

Hermann hefur leikið með fimm félögum í ensku úrvalsdeildinni og skorað með þeim öllum. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað með fleiri félögum í úrvalsdeildinni en Hermann er í níunda sæti yfir leikreyndustu útlendinga í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×