Enski boltinn

Faubert á leið til Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Julien Faubert í leik með West Ham.
Julien Faubert í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Julien Faubert, leikmaður West Ham, er á leiðinni til Real Madrid á lánssamningi til loka tímabilsins en Real er á höttunum á eftir hægri vængmanni.

Scott Duxbury, framkvæmdarstjóri West Ham, greindi frá því að Real hafði samband á föstudaginn og að félögin hafi samþykkt að West Ham fengi eina og hálfa milljón punda fyrir að lána þeim Faubert. Real ætti svo möguleikann á því að kaupa hann í lok tímabilsins.

Faubert hefur því fengið leyfi til að ræða við Real Madrid um kaup og kjör. Hann gekk til liðs við West Ham frá Bordeaux árið 2007 fyrir 6,1 milljón punda en meiddist strax og hefur átt erfitt með að vinna sér fast sæti í byrjunarliði félagsins.

Real var einnig orðað við Jermaine Pennant, Aaron Lennon og Antonio Valencia nú í janúarmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×