Enski boltinn

Benitez: Enginn þrýstingur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafnar því að hans menn séu undir þrýstingi fyrir stórleik liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildini á morgun.

Liverpool hefur gert fjögur jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni og misst toppsætið til Manchester United. Chelsea og Liverpool eru nú jöfn að stigum með 48 stig, rétt eins og Aston Villa sem gerði jafntefli í sínum leik í dag.

„Ég er ánægður með okkar stöðu í dag, svo nálægt toppinum," sagði Benitez. „Við erum með átta stigum meira en á sama tímapunkti í fyrra og ef við vinnum Chelsea munu allir segja að við séum komnir í baráttuna á ný."

Liverpool hefur ekki tapað fimmtán leikjum í röð en þó gert sjö jafntefli í síðustu ellefu leikjum sínum. Á sama tíma hefur Manchester United unnið sex leiki í röð og ekki fengið á sig mark í ellefu.

„Við verðum að vinna þennan leik gegn Chelsea en það er ekkert öðruvísi nú en áður. Það er alltaf þannig."

Hann neitar því að ummæli sín um Alex Ferguson á sínum tíma hafi valdið sínum mönnum vandræðum en eftir orðaskipti þeirra í fjölmiðlum hefur Liverpool gefið eftir í toppbaráttunni.

„Eftir að ég hafði þessi ummæli um hr. Ferguson vissum við jafn vel og áður að við þurftum að vinna Stoke. Þessi ummæli breyttu engu þegar á völlinn var komið. Það sama á við um aðra leiki sem hafa komið í kjölfarið."

„Hvert einasta stig skiptir máli og skiptir engu hvað sagt er utan vallar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×