Enski boltinn

N'Zogbia á leið til Wigan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Charles N'Zogbia er sagður á leið til Wigan.
Charles N'Zogbia er sagður á leið til Wigan. Nordic Photos / Getty Images
Charles N'Zogbia virðist vera að fá ósk sína uppfyllta því samkvæmt heimildum fréttastofu BBC hefur Wigan komist að samkomulagi við Newcastle um kaup á leikmanninum.

N'Zogbia lýsti því yfir í vikunni að hann ætlaði aldrei aftur að spila með liði sem væri undir stjórn Joe Kinnear eftir að sá síðarnefndi bar nafn N'Zogbia vitlaust fram í viðtali eftir leikinn gegn Manchester City í vikunni.

Kinnear kallaði leikmanninn „Insomnia" sem er enska heitið á svefnleysi.

N'Zogbia mun nú halda til viðræðna við forráðamenn Wigan ef fréttirnar reynast réttar en hann hefur áður verið orðaður við Aston Villa, Arsenal, Tottenham og Lyon í heimalandi sínu, Frakklandi. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Newcastle árið 2007.

Þá er einnig talið að Wigan muni láta varnarmanninn Ryan Taylor ganga upp í kaupin á N'Zogbia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×