Enski boltinn

Hearts samþykkti tilboð Wolves í Berra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristophe Berra, til vinstri, í leik með Hearts.
Cristophe Berra, til vinstri, í leik með Hearts. Nordic Photos / Getty Images
Cristophe Berra, fyrirliði skoska úrvalsdeildarliðsins Hearts, er á leið til enska B-deildarfélagsins Wolves eftir að Hearts samþykkti tilboð félagsins í Berra.

Tilboðið er sagt hljóma upp á 2,5 milljónir punda en Berra hefur verið með betri mönnum Hearts á leiktíðinni.

Berra er nú á leið til Wolverhampton til þess að ræða kaup og kjör samnings síns en Wolves reyndi síðast að kaupa Berra nú í sumar.

Eggert Gunnþór Jónsson, liðsfélagi Berra, hefur einnig verið undir smásjá margra liða en þjálfari Hearts, Csaba Laszlo, sagði í vikunni að hann gæti vel séð fyrir sér að fylla skarð Berra í vörn Hearts með því að láta Eggert spila í stöðu miðvarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×