Enski boltinn

Adebayor líkir AC Milan við Beyonce

Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, segist hafa verið upp með sér í fyrrasumar þegar hann frétti að AC Milan hefði áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Í samtali við The Sun sagði Adebayor að honum hefði liðið eins og ungum dreng sem frétti að poppstjarna væri skotin í sér.

"Ég er ánægður hjá Arsenal en ég er líka upp með mér yfir því að AC Milan, eitt af stærstu félögum heims, hafi verið að skoða mig. Það er sérstakt. Það er eins og fyrir dreng að heyra að Beyonce sé skotin í honum. Ég er samt ánægður hjá Arsenal og hef enga ástæðu til að fara annað," sagði Adebayor, sem skrifaði nýverið undir nýjan samning við Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×