Verðtrygging eða upptaka evru 28. ágúst 2009 04:30 Gylfi Arnbjörnsson Segir mjög mikla ástæðu til að enduskoða verðtrygginguna. Það verði gert með því að auka stöðugleika, með aðild að ESB og upptöku evru. fréttablaðið/Anton Verðtryggingin er afsprengi óstöðugs hagkerfis, þar sem stjórnmálamenn leiðrétta mistök sín með því að fella gengi krónu. Hún er skásti valkostur lántakenda, sem annars þyrftu að taka gengistryggð lán, eða hafa breytilega vexti á lánum. Slíkir vextir hefðu til dæmis farið í 25,5 prósent haustið 2008. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir þetta, spurður um gagnrýni Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, í garð ASÍ í blaðinu á miðvikudag. Eygló sagði þar að ríkisstjórnin hafi ekki hreyft við verðtryggingunni, því það sé „andstætt vilja eins helsta bakhjarls Samfylkingarinnar, ASÍ, sem [vill] verja sitt helsta valdatæki, lífeyrissjóðina" „Umrædd þingkona þekkir greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut til. ASÍ skipar ekki einn einasta fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðs og hefur enga beina aðkomu að rekstri þeirra. Hins vegar eru sjóðirnir partur af okkar kjarasamningi og einstök aðildarfélög kjósa stjórnarmenn lífeyrissjóða. Þetta hefur ekkert með valdavígi að gera heldur hefur að gera með að standa vörð um réttindi fólks," segir Gylfi. Spurður hvort hann telji enga ástæðu til að endurskoða verðtrygginguna, segir Gylfi: „Jú, það er mjög mikil ástæða til þess. Það gerum við með því að fá meiri stöðugleika í hagkerfið, meðal annars með því að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Þá fengi fólk svipuð kjör og fást í nágrannalöndunum." - kóþ Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Verðtryggingin er afsprengi óstöðugs hagkerfis, þar sem stjórnmálamenn leiðrétta mistök sín með því að fella gengi krónu. Hún er skásti valkostur lántakenda, sem annars þyrftu að taka gengistryggð lán, eða hafa breytilega vexti á lánum. Slíkir vextir hefðu til dæmis farið í 25,5 prósent haustið 2008. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir þetta, spurður um gagnrýni Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, í garð ASÍ í blaðinu á miðvikudag. Eygló sagði þar að ríkisstjórnin hafi ekki hreyft við verðtryggingunni, því það sé „andstætt vilja eins helsta bakhjarls Samfylkingarinnar, ASÍ, sem [vill] verja sitt helsta valdatæki, lífeyrissjóðina" „Umrædd þingkona þekkir greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut til. ASÍ skipar ekki einn einasta fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðs og hefur enga beina aðkomu að rekstri þeirra. Hins vegar eru sjóðirnir partur af okkar kjarasamningi og einstök aðildarfélög kjósa stjórnarmenn lífeyrissjóða. Þetta hefur ekkert með valdavígi að gera heldur hefur að gera með að standa vörð um réttindi fólks," segir Gylfi. Spurður hvort hann telji enga ástæðu til að endurskoða verðtrygginguna, segir Gylfi: „Jú, það er mjög mikil ástæða til þess. Það gerum við með því að fá meiri stöðugleika í hagkerfið, meðal annars með því að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Þá fengi fólk svipuð kjör og fást í nágrannalöndunum." - kóþ
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira