Innlent

Alveg eins hægt að banna tískusýningar

Það er með ólíkindum að meðan landið brennur virðast öfgahópar stjórna því sem gerist á ríkisstjórnarfundum segir Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger, sem telur alveg eins hægt að banna tískusýningar. Hann hyggst láta lögfræðinga fara yfir réttarstöðu sína gagnvart aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Í greinargerð félagsmálaráðuneytisins um aðgerðaráætlunina kemur fram að þó ekki hafi verið með dómi eða öðrum hætti færðar óyggjandi sönnur á tengsl mansals og nektarstaða hérlendis hafa margoft komið fram í fjölmiðlum upplýsingar um aðstæður dansara sem bera ýmis einkenni mansals. Þessu er Ásgeir Þór Davíðsson, eða Geiri á Goldfinger, ósammála.

Geiri er staddur erlendis og hefur því ekki kynnt sér aðgerðaráætlunina. Hann telur þó að full langt sé gengið í forræðishyggjunni og telur að skilgreina þurfi nekt betur. Hann er með skemmtanaleyfi til ársins 2012 og mun nú fá lögfræðinga til að fara yfir réttarstöðu sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×