Innlent

Seðlabankamálið á seinustu metrunum í þinginu

Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið hófst rétt eftir klukkan ellefu á Alþingi þegar að Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar, fór yfir vinnu og tillögur nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum síðar í dag.

Alþingi lauk annarri umræðu um Seðlabankafrumvarpið á föstudaginn í seinustu viku þar sem farið var yfir breytingatillögur eftir meðferð viðskiptanefndar á frumvarpinu. Samkvæmt því verður bankastjórn bankans lögð niður. Ráðinn verður einn seðlabankastjóri og einn aðstoðarbankastjóri. Þá hafa hæfniskröfur stjórnenda bankans verið rýmkaðar.

Á fundi viðskiptanefndar í gær var samþykkt breytingartillaga

en í henni felst að peningastefnunefnd getur gefið út viðvörun um ástand í efnahagsmálum.


Tengdar fréttir

Seðlabankafrumvarpið enn til umræðu

Þriðja og síðasta umræðan um Seðlabankafrumvarpið fer fram á Alþingi á dag. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær reikna með því að Alþingi samþykki ný lög um Seðlabanka Íslands á allra næstu dögum.

Seðlabankinn á dagskrá Alþingis en ekki í viðskiptanefnd

Þriðja og síðasta umræðan um seðlabankafrumvarpið á að fara fram á Alþingi í dag. Þrátt fyrir það er frumvarpið ekki á dagskrá fundar viðskiptanefndar sem hófst klukkan hálf níu. ,,Þetta mál er ekki á dagskrá viðskiptanefndar," segir Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar. Hún útilokar þó ekki að einhver nefndarmanna taki málið upp undir liðnum önnur mál.

Seðlabankafrumvarpið endar í klúðri

Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis, segir að meðferð seðlabankafrumvarpsins hafi endað í algjöru klúðri líkt. Á fundi viðskiptanefndar í kvöld var frumvarpið samþykkt úr nefnd og verður að öllum líkindum að lögum á morgun.

Höskuldur: Atriði í skýrslunni sem vert er að kanna gaumgæfilega

Nefndarmenn í viðskiptanefnd Alþingis fengu í morgun hina umtöluðu evrópuskýrslu um fjármálalegan stöðugleika. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að nú gefist mönnum ráðrúm til þess að kynna sér efni skýrslunnar en hann segist nú þegar hafa rekist á atriði sem vert væri að kanna gaumgæfilega hvort setja eigi í lög hér.

Vonast til að seðlabankafrumvarp komist á dagskrá í dag

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagðist í gærkvöldi vonast til þess að seðlabankafrumvarpið komist á dagskrá Alþingis í dag, eftir að þinghald fór út um þúfur í gær þegar ljóst varð að frumvarpið sæti fast í viðskiptanefnd.

Viðskiptanefnd kölluð saman vegna seðlabankafrumvarps

Viðskiptanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar. Seðlabankafrumvarpið er eina málið á dagskrá. ,,Forseti skipuleggur dagskrá þingsins, ekki ég. Ég boða bara fundi í viðskiptanefnd og hef gert það," sagði Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, aðspurð hvort hún eigi von á því að frumvarpið verði tekið til umræðu á þingfundi sem hefst klukkan 13:30. Hún á von á því að fundurinn standi stutt.

Fundur viðskiptanefndar ekki á dagskrá

Ekki hefur verið boðað til fundar í viðskiptanefnd Alþingis vegna seðlabankafrumvarpsins. Staðan er óbreytt og frumvarpið er enn fast í nefndinni eftir að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndaði á mánudaginn meirihluta með sjálfstæðismönnum og studdi tillögu þeirra um að fresta málinu.

Vilja afgreiða seðlabankafrumvarpið fyrir komu AGS

Ríkisstjórnarflokkarnir leggja mikla áherslu á að frumvarp um breytingar á Seðlabankanum verði að lögum áður en að sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til landsins á fimmtudaginn til að fara yfir efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda.

Seðlabankafrumvarp afgreitt úr nefnd

Frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands var afgreitt frá viðskiptanefnd Alþingis í kvöld með einni breytingartillögu, sem fulltrúar Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks í nefndinni standa að. Þriðja og síðasta umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi á morgun og verður þá frumvarpið afgreitt sem lög.

Seðlabankafrumvarpið tekið af dagskrá

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, tilkynnti í upphafi þingfundar í dag að seðlabankafrumvarpið hafi verið tekið út af dagskrá en upphafleg dagskrá gerði fyrir að málið til umræðu í dag.

Framsóknarmenn klofnir í Seðlabankamáli

Viðskiptanefnd náði ekki ljúka umfjöllun sinni um Seðlabankafrumvarpið á fundi sínum í morgun en til stóð að þriðja umræða um málið hæfist í dag. Fulltrúar Framsóknarflokksins í nefndinni, þeir Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þórhallsson, klofnuðu í afstöðu sinni. Birkir Jón greiddi atkvæði með tillögu ríkisstjórnarflokkanna um að afgreiða málið úr nefnd en það gerði Höskuldur ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×