Erlent

Greiðendum hátekjuskatts fækkar verulega í Bretlandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem þeim skattgreiðendum sem inna þurfa af hendi hátekjuskatt til breskra skattyfirvalda fækkar en þeim hefur fram að þessu fjölgað jafnt og þétt.

Hátekjuskattsprósenta í Bretlandi er 40 prósent og miðast við hærri tekjur en 34.800 pund, jafnvirði um það bil 5,6 milljóna króna. Búist er við að í ár verði slíkur skattur lagður á 3,6 milljónir Breta en þeir voru upp undir fjórar milljónir í fyrra. Um leið er búist við að þeim sem falla undir lægsta skattþrepið fjölgi um heila milljón, tölur sem sýna, svo ekki verður um villst, að verulegur samdráttur er að verða í bresku efnahagslífi.

Endurskoðandinn Roy Maugham segir tölurnar sláandi og algjöra andstæðu við þróun síðustu 10 ára þegar efnahagslífið blés út eins og púkinn á fjósbitanum. Hann segir þetta glöggt dæmi um áhrif efnahagskreppunnar á breska skattgreiðendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×