Innlent

Vinnutími styttri hjá Vinnuskólanum í sumar

Unglingar í Vinnuskólanum í fyrra.
Unglingar í Vinnuskólanum í fyrra.
Allir unglingar úr áttunda, níunda og tíunda bekk fá vinnu hjá Vinnuskóla borgarinnar í sumar, en vinnutíminn verður styttri en verið hefur. Alls eru um 4.500 nemendur í þessum bekkjum og er búist við mikilli aðsókn að Vinnuskólanum í sumar, jafnvel að hátt í 90 prósent þeirra skrái sig til starfa. Það yrði talsvert meiri aðsókn en í fyrra. Öðrum starfsmönnum Vinnuskólans verður ekki fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×