Enski boltinn

Barry er búinn að gleyma Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Gareth Barry er nú aftur orðinn fyrirliði Aston Villa eftir að hafa verið sviptur þeirri ábyrgð þegar Liverpool-ævintýrið hans stóð yfir í sumar.

Landsliðsmaðurinn var þrálátlega orðaður við Liverpool í sumar en eftir langa mæðu varð ekkert úr því að hann færi frá Aston Villa. Hann var á sínum tíma sektaður og sviptur fyrirliðastöðunni vegna ummæla sinna í fjölmiðlum.

"Mér finnst núna eins og þetta Liverpool mál hafi staðið yfir fyrir nokkrum árum. Ég og stjórinn minn erum báðir fagmenn og viljum það sem er best fyrir félagið. Samband okkar er mjög gott," sagði Barry.

Hann gekk aldrei svo langt að neita að spila fyrir Villa til að fá að fara til Liverpool og sagðist ekki hafa kært sig um að ganga svo langt.

"Ég hugsaði um það sem sumir leikmenn hafa gert til að losna frá félagi sínu, en ég vildi ekki vera þekktur fyrir það. Nú er ég kominn aftur með fyrirliðabandið og allir vita að ég nýt þess að vera fyrirliði liðsins. Ef við næðum að vinna titil á leiktíðinni yrði það meira en nóg fyrir mig," sagði Barry í samtali við Daily Mirror.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×