Innlent

Meintir ofbeldisbræður lausir

Tveimur meintum ofbeldisbræðrum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Annar þeirra hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. júní vegna alvarlegs líkamsárásarmáls í Smáíbúðahverfi 21. júní. Sá síðari var handtekinn fyrir helgi, sterklega grunaður um að tengjast málinu. Að loknum yfirheyrslum yfir honum var báðum bræðrunum sleppt.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut brot í andliti og marga langa og gapandi skurði á höfði. Auk þess fékk hann ýmiss konar áverka á höfði, brjóstkassa og útlimum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×