Erlent

Rannsakar stríðsglæpi í Gaza-stríðinu

Sameinuðu þjóðirnar hafa falið suður afríska dómaranum Richard Goldstone að rannsaka hvort ísrelskir hermenn og liðsmenn Hamas-samtakanna hafi framið stríðsglæpi í stríðinu á Gaza um áramótin.

Nærri þúsund almennir borgarar féllu í átökunum. Það er mannréttindaráð samtakanna sem hefur falið Goldstone að taka verið að sér og sagði formaður ráðsins í morgunn að hann væri þess fullviss að deilendur myndu aðstoða við rannsóknina.

Goldstone var yfir-saksóknari sérskipaðra stríðsglæpadómstóla í málefnum fyrrum Júgólsavíu og Rúanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×