Innlent

Færri auðir seðlar en skoðanakannanir bentu til:

Rúmlega þrjú prósent þeirra sem kusu á laugardag skiluðu auðu, eða 6.226 manns. Það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Í alþingiskosningum í maí árið 2007 skiluðu 1,4 prósent kjósenda auðu, eða 2.517 manns. Árið 2003 voru 1.879 seðlar auðir, eða eitt prósent.

Þeir voru þó mun færri sem skiluðu auðu en skoðanakannanir fyrir kosningar bentu til. Samkvæmt þeim mátti ætla að allt að tíu til fimmtán prósent myndu skila auðu.

„En þrátt fyrir að fleiri hafi skilað auðu en venjulega var kosningaþátttaka góð," segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. Þeir sem skila auðu eru líka að taka þátt. Það er jákvætt því það grefur undan fulltrúalýðræðinu ef fólk nennir ekki einu sinni að mæta á kjörstað." - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×