Innlent

Farsælast að samið yrði aftur

birgitta jónsdóttir
birgitta jónsdóttir

„Ef eitthvað er hef ég enn styrkst í þeirri trú að allt of mörg vafaatriði séu í þessu máli. Aðalatriðið er að þetta er óráðsía, og það hjálpar ekki lánshæfismati landsins að lofa því að borga eitthvað sem við getum ekki staðið við," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, um frumvarp um ábyrgð ríkissjóðs vegna Icesave-skuldanna sem lagt var fyrir Alþingi í gær.

Birgitta segir ljóst að hún geti ekki stutt samninginn. „Farsælast fyrir þjóðina væri ef samið væri að nýju, og samninganefndin yrði ráðin á faglegum forsendum en ekki pólitískum."

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur frumvarpið tilraun ríkisstjórnarinnar til að réttlæta samning sem hún hefur komist að niðurstöðu um, og um leið tilraun til að varpa frá sér ábyrgð á málinu. „Á þessu máli hefur verið haldið eins og um venjulegan lánssamning væri að ræða, en ekki lausn á milliríkjadeilu," segir Bjarni.

„Það er algjörlega ótækt og stórhættulegt að ríkið taki á sig þessar skuldbindingar," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Allt sem sagt hefur verið um málið hefur ekki reynst rétt. Nú er ekki verið að tala um milli þrjátíu og hundrað milljarða sem falla á íslenska ríkið heldur á bilinu 309 til 521 milljarðs. Þar skiptir megin-máli að þetta er í erlendri mynt og umfram getu okkar til að afla gjaldeyris.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×