Enski boltinn

Wenger enn vongóður um að Arshavin komi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist enn bjartsýnn á að Rússinn Andrei Arshavin komi til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokar í byrjun næstu viku.

Hann neitaði hins vegar þeim fregnum að félagið væri þegar búið að útvega honum atvinnuleyfi eins og greint var frá fyrr í dag.

„Hvort við séum nálægt því að ganga frá þessu eða ekki skiptir ekki máli. Það skiptir ekki máli hversu nálægt maður er í svona málum - bara að ganga frá samningum. Og það hefur ekki enn gerst," sagði Wenger.

„Við erum alltaf bjartsýnir. Við reynum okkar besta og berum virðingu fyrir okkar kostnaðaráætlun. Við munum ekki eyða meira en við ætluðum okkur."

„Svona mál vilja oft klárast á síðasta deginum. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þessi mál."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×