Innlent

Fannst látinn í Reykjavíkurhöfn

Frá vettvangi í morgun. Mynd/Kristján
Frá vettvangi í morgun. Mynd/Kristján
Lögreglu og slökkviliði barst tilkynning um níuleytið í morgun um að maður væri í sjónum í Reykjavíkurhöfn. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn látinn.

Að svo stöddu getur lögregla ekki sagt til um hvenær maðurinn lést né hversu gamall hann var. Unnið er að rannsókn málsins.

Maðurinn fannst í höfninni skammt frá því þar sem Tónlistarhúsið rís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×