Innlent

Hátt í tíu handteknir vegna hraðbankaþjófnaðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því í gærkvöldi handtekið hátt í tíu manns, grunaða um að hafa tekið þátt í að að stela heilum 500 kílóa hraðbanka úr anddyri verslunarmiðstöðvarinnar Sunnumarkar í Hveragerði í fyrrinótt.

Þá er lögreglan búin að finna sjálfan hraðbankann, en ekki liggur fyrir hvort hann hefur verið brotinn upp. Vitni sá fólksbíl og sendibíl á vesturleið á Hellisheiði síðla nætur í fyrrinótt og lét lögreglu vita þegar vitnaðist um þjófnaðinn. Þetta leiddi til þess að handtökur hófust í gærkvöldi. Mennirnir eru vistaðir í fangageymslum í Reykjavík en rannsókn málsins er á forræði lögreglunnar á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×