Innlent

Þrisvar brotist inn í Miðvang í nótt

Þrisvar sinnum var brotist inn í verslanamiðstöðina Miðvang í Hafnarfirði í nótt og höfðu þjófarnir einn flatskjá upp úr krafsinu. Fyrst brutust þeir inn í hársnyrtistofu um miðnætti. Tveimur klukkustundum síðar reyndu þeir að brjótast inn í skrifstofu, en það mistókst.

Um sexleytið í morgun brutust þeir svo inn í sólbaðsstofu, þaðan sem þeir stálu flatskjánum. Þeir eru ófundnir og líka þjófurinn sem braust inn í fyrirtæki við Hlíðarsmára og stal þaðan fartölvu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×