Innlent

Síðustu forvöð að gefa peysu

Kolla og Heimir lýsa eftir ullarfatnaði handa eldri borgurum sem lifa við kulda og vosbúð í vetrarhörkunni í Bretlandi.
Kolla og Heimir lýsa eftir ullarfatnaði handa eldri borgurum sem lifa við kulda og vosbúð í vetrarhörkunni í Bretlandi.

Söfnun á íslenskum ullarfatnaði, lopapeysum, lopasokkum, lopavettlingum, húfum og lopateppum til þurfandi eldri borgara í Bretlandi fer senn að ljúka. Tekið verður við ullarflíkum hjá Samskipum og á Bylgjunni í dag og á morgun. Vonir standa til að hægt verði að afhenda heilan gám af hlýjum og góðum íslenskum ullarfatnaði í Bretlandi í næstu viku.

Forsprakkar söfnunarinnar eru útvarpsmennirnir Kolla og Heimir, Kolbrún Björnsdóttir og Heimir Karlsson, sem stýra þættinum Í bítið á Bylgjunni. Heimir segir að söfnunin hafi gengið mjög vel en „við viljum meira. Við viljum koma með eins mikið magn og við getum þannig að við vekjum eins mikla athygli og hægt er þegar við afhendum þetta,“ segir hann.

Hugmyndin kom upp af tilviljun í símaviðtali á Bylgjunni einn morguninn nýlega. Í Bretlandi hafa verið fréttir um að tólf eldri borgarar deyi beint eða óbeint úr kulda og vosbúð á klukkustund. Heimir segir að síðasta áratug hafi 260 þúsund eldri borgarar dáið af þessum sökum og frá febrúar fram í mars í fyrra hafi yfir 25 þúsund dáið. Afar kalt hafi verið í vetur.

Heimir hefur verið í sambandi við samtök eldri borgara í Bretlandi og fengið einkar góð viðbrögð þaðan.- ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×