Fjöldi útlendinga flytur til landsins 26. október 2009 06:00 búferlaflutningar Fleiri Íslendingar hafa flutt af landi brott en í fyrra, þótt heildartala brottfluttra sé svipuð. Mun færri erlendir ríkisborgarar yfirgefa landið. Flestir Íslendingar fara til Norðurlandanna. fréttablaðið/vilhelm Tæplega 7.000 hafa flutt af landi brott á fyrstu níu mánuðum ársins og ef heldur fram sem horfir verður sú tala komin í 9.000 í árslok. Það er svipuð tala og í fyrra. Það sem skilur hins vegar á milli er að í fyrra voru Íslendingar 36 prósent þeirra sem fluttu af landi brott, en í ár stefnir í að þeir verði helmingur. Þetta kemur fram í tölum Creditinfo. Þá hafa tæplega 4.000 flutt til landsins, þar af um 2.500 útlendingar. Langflestir þeirra eru Pólverjar, tæplega 1.000 talsins. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir þessar tölur sýna að opinn vinnumarkaður virki vel hér á landi. Ágætlega hafi gengið að taka á móti miklum fjölda útlendinga sem komu hingað til vinnu síðastliðin ár og sá hópur bregðist við framboði á vinnumarkaði og flytji burt, vanti vinnuna. Árni Páll segir í raun að miðað við fréttaflutning hefði mátt búast við meiri brottflutningi Íslendinga, enda virki opinn vinnumarkaður í báðar áttir. Eðlilegt sé að fólk leiti sér vinnu þar sem hana er að fá og það sé engin uppgjöf. Betra sé að nýta sér þá möguleika sem fólk kann að eiga erlendis. „Jákvæðu fréttirnar í þessu eru að hér er ekki alvarlegur útlendingavandi eftir þessa miklu þenslu og við glímum ekki við stórfelldan landflótta. Vinnumarkaður er opinn og hefur reynst í stakk búinn til að taka á móti mikilli þenslu og dragast hratt saman,“ segir Árni Páll. Langflestir Íslendingar hafa flust til Norðurlandanna og flestir til Danmerkur, 1.091. Litlu færri hafa þó farið til Noregs, eða 1.042. Svíþjóð er þriðji vinsælasti áfangastaðurinn, en 501 hefur flust þangað. Vinsældir Noregs hafa tekið stökk á milli ára, í fyrra fluttu aðeins 278 þangað allt árið, en eru nú ríflega þúsund. Flutningar Íslendinga til Noregs hafa því aukist um 275 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru um 25 prósent þeirra Íslendinga sem flust hafa til Noregs á þessu ári með vanskil í lögheimtuferli. kolbeinn@frettabladid.is ATHATHATHATHATH - VIL HELST NOTA MYNDINA SEM ER Á HÆÐINA EN EF ÞAÐ GENGUR EKKI ÞÁ ÞESSA - SAMI MYNDATEXTI ÞÁ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Tæplega 7.000 hafa flutt af landi brott á fyrstu níu mánuðum ársins og ef heldur fram sem horfir verður sú tala komin í 9.000 í árslok. Það er svipuð tala og í fyrra. Það sem skilur hins vegar á milli er að í fyrra voru Íslendingar 36 prósent þeirra sem fluttu af landi brott, en í ár stefnir í að þeir verði helmingur. Þetta kemur fram í tölum Creditinfo. Þá hafa tæplega 4.000 flutt til landsins, þar af um 2.500 útlendingar. Langflestir þeirra eru Pólverjar, tæplega 1.000 talsins. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir þessar tölur sýna að opinn vinnumarkaður virki vel hér á landi. Ágætlega hafi gengið að taka á móti miklum fjölda útlendinga sem komu hingað til vinnu síðastliðin ár og sá hópur bregðist við framboði á vinnumarkaði og flytji burt, vanti vinnuna. Árni Páll segir í raun að miðað við fréttaflutning hefði mátt búast við meiri brottflutningi Íslendinga, enda virki opinn vinnumarkaður í báðar áttir. Eðlilegt sé að fólk leiti sér vinnu þar sem hana er að fá og það sé engin uppgjöf. Betra sé að nýta sér þá möguleika sem fólk kann að eiga erlendis. „Jákvæðu fréttirnar í þessu eru að hér er ekki alvarlegur útlendingavandi eftir þessa miklu þenslu og við glímum ekki við stórfelldan landflótta. Vinnumarkaður er opinn og hefur reynst í stakk búinn til að taka á móti mikilli þenslu og dragast hratt saman,“ segir Árni Páll. Langflestir Íslendingar hafa flust til Norðurlandanna og flestir til Danmerkur, 1.091. Litlu færri hafa þó farið til Noregs, eða 1.042. Svíþjóð er þriðji vinsælasti áfangastaðurinn, en 501 hefur flust þangað. Vinsældir Noregs hafa tekið stökk á milli ára, í fyrra fluttu aðeins 278 þangað allt árið, en eru nú ríflega þúsund. Flutningar Íslendinga til Noregs hafa því aukist um 275 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru um 25 prósent þeirra Íslendinga sem flust hafa til Noregs á þessu ári með vanskil í lögheimtuferli. kolbeinn@frettabladid.is ATHATHATHATHATH - VIL HELST NOTA MYNDINA SEM ER Á HÆÐINA EN EF ÞAÐ GENGUR EKKI ÞÁ ÞESSA - SAMI MYNDATEXTI ÞÁ
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira