Innlent

Verðlaunahundur lögfræðings týndur í Rockville

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Larry nýklipptur og sætur.
Larry nýklipptur og sætur.
Hætta er á að púðluhundurinn Larry, sem er bandarískur verðlaunahundur, missi af sinni fyrstu hundasýningu hér á landi, þar eð hann týndist við Rockville á suðurnesjum í gærkvöld. Til stóð að hann myndi fara á hundasýningu Hundaræktunarfélagsins um næstu helgi.

Larry er líklegast eini hvíti hundurinn sinnar tegundar á landinu, að því er eigandi hans, lögfræðingurinn Linda Wiium, segir. Hann týndist er hann var í snyrtingu hjá vinkonu Lindu í Sandgerði. Hann er því með sýningarklippingu og er mjög áberandi.

Að sögn Lindu leituðu um tíu manns að Larry í nótt og í dag án árangurs. Hún biðlar nú til fólks að hafa augun opin fyrir Larry og athuga sérstaklega útihús eða bílskúra sem hann gæti hafa skotist inn í.

„Ég hef verulegar áhyggjur," segir Linda, sem er ósofin eftir nóttina. „Veðrið hefur verið gott, en þetta er lítið dýr og viðkvæmt. Nú er spáð rigningu um helgina svo maður vonar að hann finnist sem allra fyrst."

Þeir sem veitt geta upplýsingar um ferðir Larry eru beðnir um að hafa samband við Lindu í síma 693-0455, en fundarlaunum er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×