Innlent

Geir grunar að forsetinn hafi vitað um yfirvofandi stjórnarslit

Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, grunar að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi vitað af yfirvofandi stjórnarslitum áður en til þeirra kom mánudaginn 26. janúar síðastliðinn.

Geir gerði stjórnarslitin og aðdraganda þeirra að umtalsefni í ræðu sem hann hélt á lokuðum fundi Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í morgun. Máli sínu til stuðnings vísaði Geir í samtal sem hann átti við forsetann í vikunni áður en að til stjórnarslitanna kom. Sagði Geir að eftir á að hyggja mætti af samtalinu ráða að forsetinn hefði vitað um stjórnarslitin sem þá voru yfirvofandi.

Þá sagði Geir á fundi sjálfstæðismanna á Grand Hótel á föstudag i síðustu viku að hann teldi að myndun nýrrar ríkisstjórnar hefði verið langt komin áður en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sneri heim úr læknismeðferð frá Svíþjóð þann 23. janúar síðastliðinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×