Innlent

Hópslagsmál á Flúðum

Tjaldsvæði. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Tjaldsvæði. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Lögreglan á Selfossi var kölluð út aðfaranótt sunnudags vegna hópslagsmála á Flúðum. Einn maður nefbrotnaði í átökunum og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans þar sem gert var að sárum hans.

Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi um helgina en gríðarlegur fjöldi manns var kominn saman víðsvegar um Árnessýsluna enda veðurspá einstaklega góð.

Þrír ferðalangar voru handteknir vegna ölvunar og óláta og þurftu þeir að sofa úr sér í geymslum lögreglunnar.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á Selfossi voru aðstæður oft á tíðum sérstaklega erfiðar fyrir lögreglumenn. Á stundum var ástandið svo viðkvæmt að engu mátti muna að allt færi í bál og brand, þar sem kveikjuþráðurinn hafi verið stuttur í mörgum ferðalöngununum.

Lögreglan spilaði þó vel úr sínu og gekk helgin stóráfallalaust fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×