Innlent

Íbúð fylltist af reyk eftir eldamennsku

Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Slökkvilið var kallað að fjölbýlishúsi í Árbæjarhverfi í gærkvöldi þar sem íbúð hafði fyllst af reyk. Húsráðandi var fluttur á slysadeild vegna reykeitrunar en er á góðum batavegi.

Reykinn lagði frá potti sem hafði gleymst á logandi hellu á eldavélinni. Enginn eldur kviknaði en reykræsta þurfti íbúðina og stigaganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×