Erlent

Ráðuneytið of viðamikið

 Karen Jespersen, ráðherra velferðarmála í Danmörku, hefur dregið sig í hlé þar sem of margir og mismunandi málaflokkar heyra undir ráðuneytið. Þetta hefur hún tilkynnt Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að sögn Berlingske Tidende.

Velferðarráðuneytið var stofnað í nóvember 2008 þegar slegið var saman félags- og jafnréttisráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og hluta af fjölskylduráðuneytinu. Karen segist ekki vera hætt í stjórnmálum eða á þingi þó að hún hætti sem velferðarráðherra. - ghs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×