Enski boltinn

Hiddink gæti losnað fyrr frá Rússum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margir spá því að Hiddink haldi áfram að stýra Chelsea þrátt fyrir allt.
Margir spá því að Hiddink haldi áfram að stýra Chelsea þrátt fyrir allt. Nordic Photos/Getty Images

Hollendingurinn Guus Hiddink hefur viðurkennt að hann gæti losnað fyrr frá rússneska landsliðinu en áður var talið en Hiddink er samningsbundinn Rússum fram yfir HM 2010.

Ef Rússum mistekst að komast á HM er klausa í samningi hans sem gæti leyft honum að hætta strax eftir undankeppnina.

Rússar eru í öðru sæti í sínum riðli. Fjórum stigum á eftir Þjóðverjum sem hafa reyndar leikið einum leik meira. Liðin í öðru sæti fara síðan í umspil um laust sæti á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×