Enski boltinn

Hart vill að Portsmouth hafi hraðar hendur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Hart þungt hugsi.
Paul Hart þungt hugsi.

Paul Hart telur að mikilvægt sé fyrir Portsmouth að finna nýjan knattspyrnustjóra sem fyrst í stað Tony Adams sem rekinn var á mánudag.

Hart hefur séð um unglingastarf félagsins en tekur nú við aðalliðinu til bráðabirgða meðan nýr maður er fundinn í verkið. Þar sem Portsmouth er aðeins stigi frá fallsæti telur Hart að félagið megi engan tíma missa.

Avram Grant og Sven Göran Eriksson hafa verið orðaðir við starfið. „Þetta er frábært félag sem á ekki að vera í þessari stöðu. Því fyrr sem nýr maður er ráðinn, því betra," sagði Hart sem er fyrrum knattspyrnustjóri Nottingham Forest.

„Þetta félag fékk mig til starfa þegar ég var án vinnu svo ég er allur af vilja gerður að aðstoða eins og ég get. Ég stjórnaði æfingu í dag og hún gekk vel. Ég hafði svo sannarlega gaman að henni og mér sýndist leikmenn gera það líka."

Þrátt fyrir að það sé bikarhelgi framundan þá á Portsmouth deildarleik á laugardaginn en mótherjinn er Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×