Innlent

Hlaut 30 daga skilorð fyrir gáleysisakstur sem olli alvarlegu slysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að hafa ekið bifreið sinni, þann 11. ágúst í fyrra, vestur Suðurlandsveg í Ölfusi, án nægilegrar aðgæslu og varúðar.

Maðurinn ók aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum fremri bifreiðin kastaðist rakleiðis í veg fyrir hópferðabifreið sem kom úr gagnstæðri akstursátt og mjög harður árekstur varð.

Ökumaður fremri bifreiðarinnar hlaut alvarlegan heilaáverka, höfuðkúpubrot, brot á rifbeinum, brot á hálshrygg, mar á hægra lunga, opið brot á kjálkabeinum, skerta meðvitund og lömun í öllum útlimum.

Hinn ákærði játaði brot sitt fyrir dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×