Innlent

Fyrsti heyrnarlausi hjúkrunarfræðingurinn útskrifaður

Brautskráning kandídata frá Háskóla Íslands fór fram í Háskólabíói í dag en 367 kandídatar voru brautskráðir frá öllum deildum Háskóla Íslands að frátalinni Tannlæknadeild og Matvæla- og næringarfræðideild. Tvær heyrnarlausar konur brautskráðust frá HÍ í dag, þær Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir.

Þær eru fyrstu heyrnarlausu einstaklingarnir sem brautskrást úr sínum fræðigreinum frá Háskóla Íslands. Heiðdís Dögg er jafnframt talin fyrsta heyrnarlausa konan til að brautskrást sem hjúkrunarfræðingur í Evrópu. Brautskráning þeirra Heiðdísar Daggar og Steinunnar Lovísu er talinn mikilvægur áfangi fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta á Íslandi.

Heiðdís Dögg brautskráist úr Hjúkrunarfræðideild og Steinunn Lovísa frá Félags- og mannvísindadeild. Steinunn Lovísa brautskráist með BA-próf í þjóðfræði með mannfræði sem aukagrein.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Meðfylgjandi má einnig sjá ræðu Kristínar Ingólfsdóttur við útskriftina í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×