Innlent

Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Til snarpra orðaskipta kom hvað eftir annað á Alþingi í gærkvöldi við þriðju og síðustu umræðu um frumvarp um útgreiðslu á séreignarsparnaði, sem stóð fram yfir miðnætti.

Stjórnarliðar sökuðu stjórnarandstæðinga um málþóf til að tefja fyrir umræðu um stjórnskipunarfrumvarpið. Stjórnarandstæðingar svöruðu því til að umræðan væri nauðsynleg vegna galla á frumvarpinu um séreignarsparnað. Stjórnskipunarfrumvarpið kemur væntanlega til umræðu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×