Innlent

Nældi sér í buxur í kvenfataverslun

Brotist var inn í kvenfataverslun í Mörkinni í Reykjavík í nótt og þaðan stolið nokkrum kvenbuxum og skúffum úr sjóðsvélum, með skiptimynt í. Þjófurinn braut sér leið inn í verslunina með því að brjóta rúðu með gangstéttarhellu.

Hann komst undan og er lögreglan nú að skoða upptöku úr eftirlitsmyndavél. Annar þjófur reyndi að brjótast inn í bíl í Rimahverfi og braut í honum rúðu en þegar hann sá að eftir honum hafði verið tekið, lagði hann á flótta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×