Innlent

Umtalaðri VR kosningu lýkur á morgun

Gunnar Páll Pálsson, sitjandi formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson, sitjandi formaður VR.
Kosningu um formann, stjórn og trúnaðarráð VR lýkur á hádegi á morgun. Ríflega fimmtungur félagsmanna í félaginu höfðu greitt atkvæði í hádeginu í dag en kosningin er rafræn og fer fram á heimasíðu VR.

Þrír eru í framboði til formanns. Gunnar Páll Pálsson, sitjandi formaður, Kristinn Örn Jóhannesson og Lúðvík Lúðvíksson.

Gunnar Páll var harðlega gagnrýndur í nóvember á síðasta ári fyrir að hafa setið í stjórn Kaupþings sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR og tekið þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán. Þá kom einnig í ljós að formaðurinn fékk 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári.

Á fjölmennum félagsfundi um miðjan nóvember lagði Gunnar Páll til að kosningum í félaginu yrði flýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×