Innlent

Dæmdur fyrir hnífstungu: Útilokar ekki að stinga litaðan mann aftur

Ari Dagur Sigurðsson var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ari Dagur Sigurðsson var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Hinn tvítugi Ari Dagur Sigurðsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga mann í bakið í verslun 10-11 á nýársdag. Ari stakk mann ef erlendum uppruna vegna orðaskipta en í dómsorði hélt Ari því fram að maðurinn hefði verið með ógnandi tilburði. Þá hafi Ari lagt til hans með hnífnum.

Maðurinn sem var stunginn er dökkur á hörund en Ari var spurður í aðalmeðferð málsins hvort hann hefði stungið manninn sökum hörundlitar. Þá svaraði Ari Dagur; „Ég hef ekkert á móti svörtu fólki."

Ari var látinn gangast undir geðheilbrigðisrannsókn til þess að meta það hvort hann væri sakhæfur. Þar sagði geðlæknir eftir mat á Ara að hann væri hvatvís, ætti erfitt með að aðlagast, að auki væri hann hömlulaus og að mörgu leyti vanþroska.

Þá sagði hann jafnframt í greinagerð sem geðlæknir lagði fram fyrir dómi að hann iðraðist einskins, og útilokaði í raun ekki að endurtaka „svona aftur gagnvart lituðum manni".

Niðurstaða geðlæknis var að Ari væri hættulegur umhverfi sínu við vissar aðstæður.

Ari Dagur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan annan janúar, sá tími mun dragast frá átján mánaða dóminum sem er óskilorðsbundinn. Að auki fór ákæruvaldið fram á að Ari yrði áfram í gæsluvarðhaldi.

Honum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 350 þúsund krónur í miskabætur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×