Innlent

Allir unglingar í Reykjavík fá vinnu í Vinnuskólanum

Úr myndsafni.
Úr myndsafni.
Allir unglingar í Reykjavík fá vinnu í Vinnuskólanum í sumar. Áfram verður tekið á móti öllum nemendum sem skrá sig í Vinnuskólann en að vinnutími nemenda verðiur styttur.

,,Ég er stolt af því að geta boðið öllum unglingum í 8.,9. og 10. bekk í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í tilkynningu frá borginni. Búist er við miklum fjölda í Vinnuskólann í sumar.

Veturinn 2008-2009 eru 4500 nemendur skráðir í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla í Reykjavík sem er um 200 færri en voru á síðasta ári. Búist er við að 80 til 90% þeirra skrái sig í Vinnuskólann eða þau verði tæplega 4000 sem er töluvert meira en sumarið 2008 en þá voru nemendur um 2400. Öðrum starfsmönnum skólans verður ekki fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×