Innlent

Gassprenging á þakinu - Myndband

Gríðarleg gassprenging varð á þaki hússins við Síðumúla 34 en töluvert af gaskútum eru á þakinu samkvæmt vettvangsstjóra slökkviliðsins. Þegar slökkviðið kom fyrst á vettvang fyrir um klukkustund síðan þá var fólk á þaki hússins. Þeim var öllum bjargað niður af þakinu með körfubíl.

Búið er að loka Fellsmúlanum sem og Síðumúlanum en slökkviliðið er að ná tökum á vettvanginum. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum.

Allir sem voru í húsinu eru óhultir. Talið er að kviknað hafi í þakinu þegar þakviðgerðarmenn voru að störfum en þeir voru að bræða dúk á þakið.

Þegar slökkviliðið mætti að brunanum við Síðumúla þá voru einstaklingar komnir upp á þak hússins þar sem bruninn var samkvæmt varðstjóra slökkvliðs höfuðborgarsvæðisins. Litlar upplýsingar var hægt að fá en varðstjóri slökkviliðsins vissi ekki hvort einhver væri inn í húsinu sjálfu.

Þakviðgerðir voru í gangi þegar kviknaði í húsinu, einstaklingur sem Vísir.is hafði samband við, og rekur búð í húsnæðinu, sagði grun um að eldurinn hafi kviknað þar.

Eldurinn skíðlogar í íbúðarhúsnæði á efstu hæðinni.

Íbúar í nágrenninu er beðnir um að loka gluggum og kinda hús sín eins og kostur er. Einnig er fólk beðið um að halda sig frá vettvangi en þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu vegna brunans.

Húsnæðið er í eigu Landic Ísland sem er í meirihlutaeigu Stoða.

Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum.

Hér má sjá annað myndband af brunanum.






















































Fleiri fréttir

Sjá meira


×