Viðskipti innlent

Stýrivextir lækka um eitt prósentustig

Stýrvextir lækka í dag um eitt prósentustig. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti á viðskiptareikningum innlánsstofnana um 0,5 prósentur í 9%.

Í tilkynningu segir að hámarksfjárhæð í vikulegum útboðum innstæðubréfa til 28 daga verður aukin úr 25 milljörðrum kr. í 30 milljarða kr., með 9,5% lágmarksvöxtum og 10,25% hámarksvöxtum. Í því felst 0,25 prósenta hækkun hámarksvaxta.

Vextir á lánum gegn veði til sjö daga (stýrivextir) verða lækkaðir úr 12% í 11% og daglánavextir úr 14,5% í 13%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×