Enski boltinn

Everton áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tim Cahill lskorar hér þriðja mark Everton í dag.
Tim Cahill lskorar hér þriðja mark Everton í dag. Nordic Photos / Getty Images
Everton vann í dag 3-1 sigur á Aston Villa í 5. umferð ensku bikarkeppninnar og eru þar með komnir áfram í fjórðungsúrslitin.

Það var Jack Rodwell sem kom Everton yfir strax á fjórðu mínútu leiksins. Everton fékk horn og Tim Cahill átti skalla að marki sem Stiliyan Petrov varði á línu með hendi. Það kom þó ekki að sök þar sem að Rodwell náði frákastinu og skoraði.

Aðeins fjórum mínútum síðar fékk Aston Villa vítaspyrnu. Gabriel Agbonlahor fékk hana eftir að Tony Hibbert braut á honum. James Milner skoraði úr spyrnunni.

En Everton komst aftur yfir á 24. mínútu leiksins og þá aftur úr vítaspyrnu. Steve Sidwell var dæmdur brotlegur eftir viðskipti sín við Victor Anichebe. Mikel Arteta skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Það var svo Cahill sem tryggði sigurinn með þriðja marki Everton á 76. mínútu leiksins. Victor Anichebe átti sendingu fyrir markið sem fór fram hjá bæði Dan Gosling og svo varnarmanninum Curtis Davies. Cahill var hins vegar á réttum stað og skoraði á fjarstönginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×