Trúnaðargögn Indriða hafa tvisvar lekið á netið 7. desember 2009 19:06 Tölvupóstssamskipti Indriða H. Þorlákssonar og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki fyrstu trúnaðargögnin frá Indriða sem komast fyrir almenningssjónir. Í byrjun september ritaði Indriði fjármálaráðherra minnisblað, sem fór einnig á netið. Þann 13.apríl síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Mark Flanagan og Franek Roswadovskí, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, tölvupóst. Sá póstur var birtur á netsíðunni Wikileaks í gær. Tölvupósturinn hefur vakið nokkra athygli og var meðal annars ræddur á Alþingi, en hann er sendur úr tölvupóstfangi Indriða í ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan hefur verið gengið úr skugga um að ekki var brotist inn í tölvukerfið þar. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta skipti sem trúnaðargögn frá Indriða rata á netið. Þann 2.september var Indriði á leið heim með flugi frá Kaupmannahöfn, en hann leiddi íslensku sendinefndina í samningum við Breta og Hollendinga á þeim tíma. Málið þótti gríðarlega viðkvæmt og óskuðu Bretar og Hollendingar sérstaklega eftir leynd og fjölmiðlar og almenningur fengu litlar upplýsingar um stöðu mála. Á myndbandi sem farþegi tók á símann sinn, sést Indriði skrifa fjármálaráðherra minnisblað á fartölvu sína. Farþeginn sem sá minnisblaðið og fréttastofa hefur rætt við í dag segir að að þar hafi komið fram sterk viðbrögð Breta og Hollendinga við Icesave fyrirvörunum, sem Alþingi hafði þá nýlega samþykkt. Meðal annars að þeir vildu fá til baka hverja einustu krónu af Icesave skuldinni. Þess ber að geta að fjármálaráðuneytið birti í dag niðurstöðu sína varðandi tölvupóstmálið, í 6 liðum á heimasíðu sinni. Tengdar fréttir Tölvupóstsamskipti Indriða við AGS á lista yfir trúnaðargögn Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark Flanagan og Franek Rowzadowski, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, er á lista sem birtur var yfir trúnaðargögn vegna Icesave frumvarpsins um það leyti sem málið var lagt fyrir þingið. 7. desember 2009 10:41 Trúnaður við Breta og Hollendinga kom í veg fyrir birtingu póstanna Ekki var unnt að gera tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra, við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins opinber á upplýsingasíðu stjórnvalda, líkt og gert var með flest önnur gögn málsins án samþykkis gagnaðila Íslands í alþjóðasamskiptum. 7. desember 2009 16:58 Ný Wikileaksskjöl: Indriði vildi fresta Icesave fram yfir kosningar Indriði H. Þorláksson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, skrifaði Mark Flanagan og Franek Rozwadowski, sem fara með mál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, þann 13. apríl og óskaði eftir því að Icesave samningunum yrði frestað. 6. desember 2009 22:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Tölvupóstssamskipti Indriða H. Þorlákssonar og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki fyrstu trúnaðargögnin frá Indriða sem komast fyrir almenningssjónir. Í byrjun september ritaði Indriði fjármálaráðherra minnisblað, sem fór einnig á netið. Þann 13.apríl síðastliðinn skrifaði Indriði H. Þorláksson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Mark Flanagan og Franek Roswadovskí, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, tölvupóst. Sá póstur var birtur á netsíðunni Wikileaks í gær. Tölvupósturinn hefur vakið nokkra athygli og var meðal annars ræddur á Alþingi, en hann er sendur úr tölvupóstfangi Indriða í ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan hefur verið gengið úr skugga um að ekki var brotist inn í tölvukerfið þar. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta skipti sem trúnaðargögn frá Indriða rata á netið. Þann 2.september var Indriði á leið heim með flugi frá Kaupmannahöfn, en hann leiddi íslensku sendinefndina í samningum við Breta og Hollendinga á þeim tíma. Málið þótti gríðarlega viðkvæmt og óskuðu Bretar og Hollendingar sérstaklega eftir leynd og fjölmiðlar og almenningur fengu litlar upplýsingar um stöðu mála. Á myndbandi sem farþegi tók á símann sinn, sést Indriði skrifa fjármálaráðherra minnisblað á fartölvu sína. Farþeginn sem sá minnisblaðið og fréttastofa hefur rætt við í dag segir að að þar hafi komið fram sterk viðbrögð Breta og Hollendinga við Icesave fyrirvörunum, sem Alþingi hafði þá nýlega samþykkt. Meðal annars að þeir vildu fá til baka hverja einustu krónu af Icesave skuldinni. Þess ber að geta að fjármálaráðuneytið birti í dag niðurstöðu sína varðandi tölvupóstmálið, í 6 liðum á heimasíðu sinni.
Tengdar fréttir Tölvupóstsamskipti Indriða við AGS á lista yfir trúnaðargögn Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark Flanagan og Franek Rowzadowski, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, er á lista sem birtur var yfir trúnaðargögn vegna Icesave frumvarpsins um það leyti sem málið var lagt fyrir þingið. 7. desember 2009 10:41 Trúnaður við Breta og Hollendinga kom í veg fyrir birtingu póstanna Ekki var unnt að gera tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra, við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins opinber á upplýsingasíðu stjórnvalda, líkt og gert var með flest önnur gögn málsins án samþykkis gagnaðila Íslands í alþjóðasamskiptum. 7. desember 2009 16:58 Ný Wikileaksskjöl: Indriði vildi fresta Icesave fram yfir kosningar Indriði H. Þorláksson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, skrifaði Mark Flanagan og Franek Rozwadowski, sem fara með mál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, þann 13. apríl og óskaði eftir því að Icesave samningunum yrði frestað. 6. desember 2009 22:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Tölvupóstsamskipti Indriða við AGS á lista yfir trúnaðargögn Tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar við Mark Flanagan og Franek Rowzadowski, sem fara með mál Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, er á lista sem birtur var yfir trúnaðargögn vegna Icesave frumvarpsins um það leyti sem málið var lagt fyrir þingið. 7. desember 2009 10:41
Trúnaður við Breta og Hollendinga kom í veg fyrir birtingu póstanna Ekki var unnt að gera tölvupóstsamskipti Indriða H. Þorlákssonar, þáverandi ráðuneytisstjóra, við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins opinber á upplýsingasíðu stjórnvalda, líkt og gert var með flest önnur gögn málsins án samþykkis gagnaðila Íslands í alþjóðasamskiptum. 7. desember 2009 16:58
Ný Wikileaksskjöl: Indriði vildi fresta Icesave fram yfir kosningar Indriði H. Þorláksson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, skrifaði Mark Flanagan og Franek Rozwadowski, sem fara með mál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, þann 13. apríl og óskaði eftir því að Icesave samningunum yrði frestað. 6. desember 2009 22:55