Innlent

Ný Wikileaksskjöl: Indriði vildi fresta Icesave fram yfir kosningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Indriði H. Þorláksson var starfandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu en er nú aðstoðarmaður ráðherra.
Indriði H. Þorláksson var starfandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu en er nú aðstoðarmaður ráðherra.
Indriði H. Þorláksson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, skrifaði Mark Flanagan og Franek Rozwadowski, sem fara með mál Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, þann 13. apríl og óskaði eftir því að Icesave samningunum yrði frestað. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum milli þremenninganna sem hafa verið birt á Wikileaks.

Indriði segir í tölvupóstinum að það sé pólitískt ómögulegt að auka við skuldastöðu ríkissjóðs Íslands fyrir kosningarnar sem fari fram 25. apríl og jafnvel sé það ómögulegt í nokkurn tíma eftir kosningarnar.

Eins og kunnugt er var skrifað undir Icesave samninginn í byrjun júnímánaðar en enn er verið að bíða eftir því að Alþingi staðfesti ríkisábyrgð á samningnum.

Mark Flanagan svarar Indriða og segist gera sér grein fyrir því að Icesave sé viðkvæmt mál. Hins vegar séu Icesave samningarnir grundvallaratriði fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×