Enski boltinn

Mikil meiðslavandræði hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann hafi aldrei upplifað aðra eins meiðslakrísu á sínum fimm árum hjá félaginu og nú.

Steven Gerrard fór meiddur af velli er Liverpool tapaði fyrir Lyon í Meistaradeildinni í gær en það var fjórða tap Liverpool í röð í öllum keppnum.

Þeir Glen Johnson og Fernando Torres eru einnig tæpir en Liverpool mætir Manchester United á heimavelli um helgina. Albert Riera á einnig við meiðsli að stríða og þá er enn óljós hversu alvarleg meiðsli Martin Kelly frá því í leiknum í gær eru.

„Ég man ekki eftir öðru eins ástandi," sagði Benitez í samtali við enska fjölmiðla. „Ég hef ekki hugmynd um hvaða liði ég get stillt upp á móti Manchester United fyrr en læknar liðsins hafa metið ástand leikmannanna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×