Lífið

Saman á skjánum

Mariah Carey og Nick Cannon giftu sig í apríl í fyrra, en hann mun taka við af Jerry Springer sem kynnir í America‘s Got Talent.
Mariah Carey og Nick Cannon giftu sig í apríl í fyrra, en hann mun taka við af Jerry Springer sem kynnir í America‘s Got Talent.
Þáttastjórnendur America's Got Talent hafa ákveðið að láta kynninn Jerry Springer víkja fyrir eiginmanni Mariuh Carey, Nick Cannon. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins In Touch tókst Cannon, sem er bæði leikari og rappari, að heilla stjórnendur þáttarins með því að fá eiginkonu sína til að koma þar fram sem gestadómari.

Mariah Carey mun því setjast í dómarasætið við hlið Piers Morgan, Shannon Osbourne og David Hasselhoff í einum þætti næsta sumar, en hún er sögð vera mjög spennt fyrir hlutverkinu og ætlar jafnvel að vera tíður gestur í sjónvarpssal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.