Lífið

Persónurnar eru svart og hvítt

Elva Ósk Ólafsdóttir
Elva Ósk Ólafsdóttir

Það er mjög skemmtilegt á æfingum vegna Sædýrasafnsins segir leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir en stífar æfingar eru framundan hjá henni því verkið er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í lok mánaðar. Leikritið er unnið í samvinnu við franskan leikstjóra og koma belgískur dansari, ítalskur hönnuður og ástralskur ljósamaður meðal annarra að sýningunni en Elva segir hópinn vera sannkallaðan alþjóðakokteil. Elva er í hlutverki Lísu og segist hafa mjög gaman af hlutverkinu.

Auk þess var Elva Ósk í leikritinu Sumarnótt sem er nýhætt að sýna og leikur einnig Áróru í leikritinu Hart í bak sem hefur fengið glimrandi góð viðbrögð frá landanum. Elva segir persónur sínar Lísu og Áróru vera sem svart og hvítt en þó sé ekkert mál að skipta á milli persónanna, því það er alltaf verið að fást við mannlegar tilfinningar, lífið og tilveruna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.