Mannshvarf: Vitni sá Aldísi í miðbænum Valur Grettisson skrifar 5. mars 2009 11:37 Aldís Westergren hefur verið týnd í rúma viku. „Ég var ekkert að spekúlera í þessu fyrr en nokkru síðar," segir Erna Margrét Ottósdóttir, fyrrum vinnufélagi Aldísar Westergren, sem hefur verið týnd í rúma viku. Erna segist hafa séð Aldísi síðdegis fyrir um viku síðan, hún geti þó ekki verið viss hvort það var á mánudegi eða þriðjudegi. Aldís hvarf frá heimili sínu á þriðjudaginn fyrir viku og var lýst eftir henni tveimur dögum síðar. Hvarf hennar þykir dularfullt, lögreglan hefur fengið fjöldann allan af vísbendingum, leitin hefur þó engan árangur borið. Sá hana í Gotta Erna ætlaði að fara í söluturninn Gotta á Vesturgötunni í síðustu viku eftir að hún var nýbúin í vinnunni. Sjálf taldi hún að klukkan hefði verið á milli fjögur og fimm síðdegis. „Það var mikið af fólki þarna inni, en ég sá hana standa þarna og augu okkar mættust," segir Erna sem óaði við fjöldanum sem beið afgreiðslu þetta síðdegi. Þess vegna hafi hún ákveðið að fresta innkaupunum þangað til um hægðist í Gotta. Unnu hjá Geðhjálp Ástæðan fyrir því að Erna kannaðist við Aldísi var fyrst og fremst vegna þess að þær unnu saman hjá Geðhjálp fyrir um tíu árum síðan. „Hún var alltaf brosandi og glöð, dálítið ör í fasi," lýsir Erna upplifun sinni af Aldísi. Það var þó stutt stoppið í Geðhjálp því Ernu minnir að hún hafi aðeins unnið þar í örfáa mánuði. Erna segist lítið hafa heyrt um afdrif hennar; fyrr en nú. „Hún var með klút, ég tók einmitt sérstaklega eftir honum. Síðan var hún í dökkri úlpu og buxum, og í fyrstu sýndist mér hún vera klædd í norpara," segir Erna. þegar blaðamaður biður hana um að útskýra norpara fyrir sér svarar Erna því til að það sé eins og samfestingur, dálítið eins og kuldagalli. Eftir á að hyggja, þá segir Erna að sennilega hafi Aldís verið klædd í úlpu og buxur þó það hafi virst vera norpari. Dularfullt mannshvarf Hvarf Aldísar hefur verið talsverð ráðgáta. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað við Reynisvatn og svo í Skerjafirði. Leitin hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Svo virðist sem Aldís hafi gengið út frá tveggja ára gamalli dóttur sinni. Hún var þó ekki ein lengi, móðuramma barnsins kom á heimili innan við klukkustund eftir að Aldís hvarf, þá sat hún ein í húsinu; ekkert amaði að barninu. Málið þykir enn sérkennilegra í ljósi þess að Aldís yfirgaf heimilið mjög skyndilega, en hún fór ekki akandi. Því hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks í Grafarholtinu að hafa augun hjá sér. Auk þess hafa iðnaðarmenn verið beðnir um að kanna mannlausar nýbyggingar og skúra í hverfinu. Þegar haft var samband við lögregluna sögðust þeir ekki rannsaka málið sem hugsanlegt sakamál. Yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson, segir það ekki einsdæmi að manneskja hafi horfið sporlaust, og aldrei fundist aftur, þó lögregla og björgunarsveitir séu vongóðar um að finna Aldísi. Pollróleg í Gotta „Hún var voðalega afslöppuð, eiginlega pollróleg," lýsir Erna fasi Aldísar þegar hún sá hana í síðustu viku. Augu þeirra mættust, og þær kinkuðu kolli til hvor annarrar án þess þó að ræða saman. Og þó fólk beri ekki endilega sorgina utan á sér, þá segir Erna að það hafi ekkert bent til þess að Aldís ætti í innri baráttu á þeirri stundu sem hún sá hana. Erna er búinn að tilkynna lögreglunni að hún hafi séð hana í Gotta. Mikil leit mun hinsvegar fara fram við Reynisvatn og nágrenni í dag. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
„Ég var ekkert að spekúlera í þessu fyrr en nokkru síðar," segir Erna Margrét Ottósdóttir, fyrrum vinnufélagi Aldísar Westergren, sem hefur verið týnd í rúma viku. Erna segist hafa séð Aldísi síðdegis fyrir um viku síðan, hún geti þó ekki verið viss hvort það var á mánudegi eða þriðjudegi. Aldís hvarf frá heimili sínu á þriðjudaginn fyrir viku og var lýst eftir henni tveimur dögum síðar. Hvarf hennar þykir dularfullt, lögreglan hefur fengið fjöldann allan af vísbendingum, leitin hefur þó engan árangur borið. Sá hana í Gotta Erna ætlaði að fara í söluturninn Gotta á Vesturgötunni í síðustu viku eftir að hún var nýbúin í vinnunni. Sjálf taldi hún að klukkan hefði verið á milli fjögur og fimm síðdegis. „Það var mikið af fólki þarna inni, en ég sá hana standa þarna og augu okkar mættust," segir Erna sem óaði við fjöldanum sem beið afgreiðslu þetta síðdegi. Þess vegna hafi hún ákveðið að fresta innkaupunum þangað til um hægðist í Gotta. Unnu hjá Geðhjálp Ástæðan fyrir því að Erna kannaðist við Aldísi var fyrst og fremst vegna þess að þær unnu saman hjá Geðhjálp fyrir um tíu árum síðan. „Hún var alltaf brosandi og glöð, dálítið ör í fasi," lýsir Erna upplifun sinni af Aldísi. Það var þó stutt stoppið í Geðhjálp því Ernu minnir að hún hafi aðeins unnið þar í örfáa mánuði. Erna segist lítið hafa heyrt um afdrif hennar; fyrr en nú. „Hún var með klút, ég tók einmitt sérstaklega eftir honum. Síðan var hún í dökkri úlpu og buxum, og í fyrstu sýndist mér hún vera klædd í norpara," segir Erna. þegar blaðamaður biður hana um að útskýra norpara fyrir sér svarar Erna því til að það sé eins og samfestingur, dálítið eins og kuldagalli. Eftir á að hyggja, þá segir Erna að sennilega hafi Aldís verið klædd í úlpu og buxur þó það hafi virst vera norpari. Dularfullt mannshvarf Hvarf Aldísar hefur verið talsverð ráðgáta. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað við Reynisvatn og svo í Skerjafirði. Leitin hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Svo virðist sem Aldís hafi gengið út frá tveggja ára gamalli dóttur sinni. Hún var þó ekki ein lengi, móðuramma barnsins kom á heimili innan við klukkustund eftir að Aldís hvarf, þá sat hún ein í húsinu; ekkert amaði að barninu. Málið þykir enn sérkennilegra í ljósi þess að Aldís yfirgaf heimilið mjög skyndilega, en hún fór ekki akandi. Því hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks í Grafarholtinu að hafa augun hjá sér. Auk þess hafa iðnaðarmenn verið beðnir um að kanna mannlausar nýbyggingar og skúra í hverfinu. Þegar haft var samband við lögregluna sögðust þeir ekki rannsaka málið sem hugsanlegt sakamál. Yfirlögregluþjónninn, Friðrik Smári Björgvinsson, segir það ekki einsdæmi að manneskja hafi horfið sporlaust, og aldrei fundist aftur, þó lögregla og björgunarsveitir séu vongóðar um að finna Aldísi. Pollróleg í Gotta „Hún var voðalega afslöppuð, eiginlega pollróleg," lýsir Erna fasi Aldísar þegar hún sá hana í síðustu viku. Augu þeirra mættust, og þær kinkuðu kolli til hvor annarrar án þess þó að ræða saman. Og þó fólk beri ekki endilega sorgina utan á sér, þá segir Erna að það hafi ekkert bent til þess að Aldís ætti í innri baráttu á þeirri stundu sem hún sá hana. Erna er búinn að tilkynna lögreglunni að hún hafi séð hana í Gotta. Mikil leit mun hinsvegar fara fram við Reynisvatn og nágrenni í dag.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira