Innlent

Kolmunnakvótinn að klárast

Íslensku kolmunnaskipin eru nú á lokaspretti kolmunnavertíðarinnar í ár, því kvótinn er að verða búinn. Búið er að landa um það bil 85 þúsund tonnum og því aðeins ellefu þúsund tonn eftir. Sjö skip eru nú að veiðum suðvestur af Færeyjum, sem hvert um sig ber á annað þúsund tonn, þannig að sáralítið verður eftir þegar þau eru búin að fylla sig.

Kvótinn í ár er talsvert minni en í fyrra, en í fyrra náðu skipin ekki að veiða hann allan. Aflinn er heilfrystur til manneldis um borð í nokkrum skipanna, en annars er honum landað til bræðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×