Erlent

Sögufrægt flugskýli liggur undir skemmdum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þarna var B-29-sprengjuflugvélin Enola Gay geymd en hún flutti sprengjuna „Little Boy“ til Hiroshima. Í för með Enola Gay var flugvélin Necessary Evil en áhöfn hennar annaðist myndatöku.
Þarna var B-29-sprengjuflugvélin Enola Gay geymd en hún flutti sprengjuna „Little Boy“ til Hiroshima. Í för með Enola Gay var flugvélin Necessary Evil en áhöfn hennar annaðist myndatöku.

Flugskýlið, sem hýsti sprengjuflugvélina Enola Gay, þá sem flaug með kjarnorkusprengju og varpaði henni á japönsku borgina Hiroshima í ágúst 1945, er meðal þeirra sögufrægu minja í Bandaríkjunum sem eru í hvað mestri hættu á að eyðileggjast vegna vanrækslu og slælegs viðhalds.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá minjaverndarsamtökum Bandaríkjanna sem gefin var út í gær. Stjórnvöld samþykktu nýlega fjárveitingu upp á tæpa hálfa milljón dollara til að sinna viðhaldi flugskýlisins, sem er í Utah-ríki, en minjaverndarsamtökin segja mun meira fé nauðsynlegt til að bjarga því frá hruni og nefna þar allt að fimm milljónir dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×