Enski boltinn

Benitez þarf að selja til að fá að kaupa

Nordic Photos/Getty Images

Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur viðurkennt að hann muni þurfa að selja leikmenn til að fjármagna kaup á nýjum í sumar.

Liverpool er enn orðað við miðjumanninn Gareth Barry hjá Aston Villa og þá hafa bæði David Villa hjá Valencia og Glen Johnson hjá Portsmouth verið orðaðir við þá rauðu.

"Ég kemst fljótlega að því hve mikið ég mun hafa milli handa, en ég held að við munum þurfa að selja leikmenn til að fjármagna frekari kaup. Í augnablikinu erum við samt ekki farnir að tala um neitt slíkt. Við erum að líta í kring um okkur og munum reyna að ganga frá þessu eins fljótt og eins ódýrt og við getum þegar að því kemur," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×